Innlent

Hjálmar segist ekki hafa verið hand­tekinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður.
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður.

Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segir það vera haugalygi og rógburð að hann hafi verið handtekinn eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt í Grindavík í janúar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Hjálmari á Facebook. Þar segir hann sig knúinn til að rita nokkrar staðreyndir um stöðu sína og stöðu fjölskyldu sinnar. Hann hafi fengið þó nokkrar fyrirspurnir um það hvort hann hafi verið handtekinn.

Greint var frá því á fimmtudag að Hjálmar væri farinn í leyfi frá löggæslustörfum. Var á sama tíma vísað í bókun hans á bæjarstjórnarfundi þar sem skorað var á viðbragðsaðila að endurskoða afstöðu þeirra um gildandi skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá bænum á milli 10:00 og 17:00 eða 19:00.

Haugalygi og rógburður

„Skemmst frá því að segja að þetta er haugalygi og rógburður af verstu gerð.

Hafi ásetningur þeirra sem eru höfundar þessarar lygaþvælu að ráðast á mig eða mína persónu þá get ég sagt það hér að það tókst engan veginn,“ skrifar Hjálmar á Facebook.

Hann segir að lygasagan hafi hins vegar endað á því að börn hans og barnabörn hafi þurft að líða fyrir hana. Sérstaklega hafi börn hans tekið þessu illa.

„Og ekki er á bætandi í þeim tilfinningarússibana sem allir íbúar Grindavíkur eru í dag.

Við höfum áhyggjur af eigin húsnæði, leiguhúsnæði, leigustyrk, eldsneytiskostnaði, uppkaupum eigna, komust við aftur heim, hvenær má ég sækja húsgögn, verð ég af fara Krýsuvíkurleiðina, er ég að fara missa vinnuna o.s.frv.?“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×