Erlent

Banda­ríkin svara fyrir sig með loft­á­rásum í Írak og Sýr­landi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Joe Biden heilsar bandarískum hermönnum við flugherstöðina í Dover. Biden sagði fyrir viku síðan að Bandaríkin myndu svara fyrir loftárásir Írana.
Joe Biden heilsar bandarískum hermönnum við flugherstöðina í Dover. Biden sagði fyrir viku síðan að Bandaríkin myndu svara fyrir loftárásir Írana. AP/Alex Brandon

Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og aðrir forystumenn innan bandarísku ríkisstjórnarinnar hafa varað við því í nokkra daga að Bandaríkin myndu svara fyrir sig. Árásirnar í kvöld virðast fyrsti liðurinn í því svari.

Bandaríski herinn greindi frá því í tilkynningu á Twitter að árásir hersins hefðu beinst gegn vígasamtökum tengdum Íran og gegn QUDS-sveitum byltingarvarðanna. Herinn hefði hæft 85 skotmörk, þar á meðal stjórnstöðvar, vopnageymslur, flugvélaskemmur og byggingar tengdar hergagnaiðnaði.

Árásirnar koma aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Biden og aðrir forystumenn hersins syrgðu látnu hermennina þrjá fyrr í dag.

Það er ekki ljóst hver næstu skref verða, hvort loftárásirnar halda áfram og hvernig Íranar bregðast við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×