Íslenski boltinn

Davíð til Dan­merkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð Ingvarsson lék alls 173 leiki fyrir Breiðablik í öllum keppnum.
Davíð Ingvarsson lék alls 173 leiki fyrir Breiðablik í öllum keppnum. vísir/hulda margrét

Fótboltamaðurinn Davíð Ingvarsson er genginn í raðir danska B-deildarliðsins Kolding frá Breiðabliki.

Samningur Davíðs við Breiðablik var runninn út og hann hafði meðal annars verið orðaður við KR, Víking og Val.

Hjá Kolding hittir Davíð fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Breiðabliki, danska framherjann Thomas Mikkelsen. Hann lék með Breiðabliki á árunum 2018-21 og skoraði 41 mark í 59 deildarleikjum fyrir félagið.

Davíð kom til Breiðabliks frá FH þegar hann var sextán ára. Hann hefur leikið 93 leiki fyrir Blika í efstu deild og varð Íslandsmeistari með þeim 2022. Davíð lék ellefu leiki sem lánsmaður með Haukum 2018.

Davíð, sem verður 25 ára í apríl, leikur jafnan sem vinstri bakvörður. Hann hefur spilað fjóra leiki með yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×