Leikurinn í kvöld hófst fjörlega. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir strax á 2. mínútu en Fram svaraði með þremur mörkum.
Fred Saraiva jafnaði metin á 11. mínútu og kom Fram í 2-1 á 30. mínútu. Tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði síðan hinn bráðungi Viktor Bjarki Daðason en hann er fæddur árið 2008.
Staðan í hálfleik 3-1 en Patrick Pedersen minnkaði muninn í 3-2 strax í upphafi síðari hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki en Fram jafnaði KR að stigum á toppi deildarinnar með sigrinum. Hann dugir þó ekki til að hirða toppsætið af Vesturbæingum sem spila úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn Víkingum annað kvöld.