Erlent

Með lásboga, hníf, sverð og öxi og í skot­heldu vesti

Samúel Karl Ólason skrifar
Atvik þar sem lögregluþjónar skjóta fólk til bana eru mjög sjaldgæf í Bretlandi.
Atvik þar sem lögregluþjónar skjóta fólk til bana eru mjög sjaldgæf í Bretlandi. EPA/ANDY RAIN

Maður sem skotinn var af lögregluþjónum í Lundúnum í morgun var vopnaður lásboga, hníf, sverði og öxi. Þar að auki var hann klæddur skotheldu vesti og hótaði hann íbúum húss í Southwark.

Samkvæmt frétt Sky News reyndu lögregluþjónar að ræða við manninn, sem var á fertugsaldri, en það gekk ekki eftir. Maðurinn er sagður hafa hótað og ógnað lögregluþjónunum svo vopnaðir lögregluþjónar voru kallaðir á vettvang.

Einn þeirra skaut svo manninn tvisvar sinum en hann hafði rutt sér leið inn í áðurnefnt hús, þar sem hann mun hafa þekkt minnst einn íbúa og hótaði að skaða fólk þar. Tveir íbúar hússins eru sagðir hafa særst lítillega en maðurinn vopnaði lést á vettvangi.

Sjá einnig: Maður með lásboga skotinn til bana

Í yfirlýsingu frá einum af yfirmönnum lögreglunnar í Lundúnum segir að lögregluþjónar hafi óttast um öryggi íbúa hússins eftir að maðurinn komst þar inn. Þess vegna hafi vopnaðir lögregluþjónar farið þar inn og reynt að fá manninn til að gefast upp.

Atvik þar sem lögregluþjónar skjóta fólk til bana eru mjög sjaldgæf í Bretlandi. Það gerðist til að mynda eingöngu einu sinni í fyrra, samkvæmt frétt BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×