Erlent

Maður með lásboga skotinn til bana

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglumenn í London.
Lögreglumenn í London. EPA-EFE/NEIL HALL

Maður með lásboga var skotinn til bana af lögreglu í suðurhluta London í Bretlandi í morgun. Maðurinn var á fertugsaldri.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Í frétt miðilsins kemur fram að lögreglu hafi borist útkall klukkan fimm í morgun að staðartíma vegna málsins. Var maðurinn sagður vera að reyna að brjóta sér leið inn í íbúðarhús.

Þá segir í frétt miðilsins að maðurinn hafi hótað íbúum hússins. Hann hafi síðan hótað lögreglumönnum sem mættu á vettvang. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×