Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:00 Mælt er með því að konur hafi börn sín á brjósti fyrstu mánuði ævi þeirra. Hallfríður segir mikilvægt að konur sé sýndur skilningur og sveigjanleiki svo það sé hægt. Aðsend og Vísir/Getty Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. „Þetta á ekki að vera geðþóttaákvörðun stakra kennara,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir, formaður stjórnar Félags brjóstagjafaráðgjafa. Stjórn félagsins fundaði um málið eftir að fjallað var um „barnabann“ í ákveðnum tímum í Háskólanum á Akureyri á Vísi fyrr í mánuðinum. Hún segir að rétturinn ætti að vera skýr en að félagið hafi iðulega rekið sig á það að hann sé það ekki. „Við hreykjum okkur af því að hér sé brjóstagjöf algeng og sýnileg en stuðningurinn við foreldra með barn á brjósti er ekki alltaf til staðar í samfélaginu. Við mættum setja okkur skýrari reglur á í skólum til dæmis. Að skólar hafi einhverja stefnu,“ segir Hallfríður. Hún segir að á vinnumarkaði séu skýrar reglur um rétt kvenna og að flestir foreldrar á vinnumarkaði fari í fæðingarorlof þegar þau eignist barn. Það hafi því ekki endilega reynt á það að búa til verklag um brjóstagjöf eða mjólkun á vinnustað eða á vinnutíma. Það sama gildi ekki endilega um fólk í námi. „Það er vel þekkt að nemar halda námi áfram. Bæði vegna þess að þeir vilja klára námið sitt og vegna þess að fæðingarstyrkur sem nemar fá er mjög lágur og því betra að halda námi áfram á lánum. Þarna erum við því bæði farin að ræða stuðning við brjóstagjöf en líka almennt við foreldra í námi,“ segir Hallfríður. Háskólar eins og Háskólinn á Akureyri gefa sig út fyrir sveigjanleika og möguleika á fjarnámi. Það kom skýrt fram í frásögn Sylvíu Guðmundsdóttur, sem sagði frá barnabanninu, að það hefði hentað henni vel. Skólasystur hennar hefðu margar eignast börn á meðan skólagöngunni stóð og einhverjar mætt með börnin í tíma. „Við þekkjum mörg dæmi þess að til dæmis nemar í hjúkrunarverknámi séu að fá börnin til sín og bregði sér af deild til að gefa barninu og vel tekið í það að við best vitum,“ segir Hallfríður en í viðtali við kennslustjóra Háskóla Íslands kom fram að ekkert barnabann sé í skólanum og að reynt sé að vinna með nemendum ef eitthvað slíkt kemur upp. Málamiðlun nauðsynleg Hallfríður segir það skoðun stjórnar félagsins að það þurfi það sama að gilda fyrir alla en á sama tíma þurfi konur sveigjanleika. Hún segir HA reyna að málamiðla með móðurinni í þessu tilfelli með því að gefa henni færi á að fara úr tíma til að gefa brjóst en að þeirra mati hefði verið betra að málamiðla í hina áttina. „Að sjálfsögðu ætti að vera hægt að vinna í kringum þetta og okkar málamiðlunarlausn væri á hinn veginn. Að hún fengi barnið inn til að gefa, ef hún fær ekki að hafa það allan tímann.“ Hallfríður segir að í þessu samhengi verði líka að treysta mæðrum til að meta hvað sé best fyrir bæði þær og börnin sín. „Hér mætti líka nefna einstaklingsmiðaða nálgun og treysta Sylvíu til þess að meta hvort treysti sér og sínu barni í þetta og ef barnið er óvært erum við vissar um að hún bregði sér úr tíma, okkar reynsla er sú að konur gera það yfirleitt, svo sem á ráðstefnum og á öðrum viðburðum sem við höfum verið á og þekkjum til.“ Hallfríður segir mikinn ávinning af því að hafa barn á brjósti fyrstu mánuði þess, bæði fyrir næringu en líka til að verja þau fyrir ýmsum sýkingum. „Þó ekki sé mælt með að vera með ungbörn í fjölmenni þegar umgangspestir eru að þá við þessar aðstæður er barnið eflaust ofan í vagni i eða í fangi og því ekki margir ókunnugir að meðhöndla það. Móðirin getur líka passað uppá að fólk sé ekki ofan í því. Börn á brjósti eru betur varin fyrir sýkingum þar sem móðirin myndar í raun mótefni við umhverfi barnsins og ef móðirin veikist þá fer móðir að mynda mótefni þannig að barnið fær ,,lækninguna“ áður en það veikist eða fær mildari útgáfu af veikindunum,“ segir hún og að þannig séu barn og móðir „eitt“ á þessum tíma. Verði að treysta mæðrum „Mamman er eiginlega ónæmiskerfi barnsins. Aftur komum við að því að við treystum móðurinni til þess að meta hvað hún treystir sér og sínu barni og hvað hún velur fyrir þau,“ segir Hallfríður. Hún segir þó eitt hafa komið fram í viðtalinu við Sylvíu, móðurina sem ekki mátti gefa brjóst í tíma, sem félagið hafi þótt skrítið. Það séu skilaboð til kvenna í samfélaginu um að það sé gott að eignast barn á meðan þær séu í námi. „Okkur finnst skrýtið að konur fái þessi skilaboð. Það er ekki okkar reynsla þar sem fyrstu vikurnar og mánuðirnir í brjóstagjöf eru oft krefjandi og lítið um svefn og þá er lagður grunnur að tengslamyndun þar sem heilaþroskinn er mikilvægastur þarna,“ segir Hallfríður. Hún tekur samt skýrt fram að auðvitað sé þetta einstaklingsbundið og konur mismunandi og börn þeirra líka. „Sum sofa og drekka og eru vær þess á milli. Konur með óvær börn myndu því eflaust draga sig úr námi. Okkur fannst skilaboðin bara ekki rétt en þá komum við aftur af því að kannski er fjárhagslega betra fyrir konur sem eru einar í þessu ferli að vera í skóla í fjarnámi en í fæðingaroflofi. Og þannig er svo er öll þessi umræða svolítið feminísk. Við samt virðum alltaf það sem konan vill en það ætti aldrei að bitna á brjóstagjöfinni. Við ættum að byggja upp samfélag, skóla og vinnustaði sem styðja við konur í brjóstagjöf en vinnur ekki gegn þeim. Valið er þeirra og við ættum alltaf að styðja þær eins og mögulegt er miðað við aðstæður,“ segir Hallfríður að lokum. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Háskólar Akureyri Matur Tengdar fréttir Konur oft ekki nægilega vel undirbúnar fyrir brjóstagjöfina Fimm brjóstagjafaráðgjafar vilja gefa út handbók um brjóstagjöf. Þær segja misvísandi upplýsingar víða og foreldra oft ekki nægilega vel undirbúna fyrir verkefnið eftir fæðingu. Þær vilja auka tíðni brjóstagjafar og að konur séu studdar betur í það verkefni. 8. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Þetta á ekki að vera geðþóttaákvörðun stakra kennara,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir, formaður stjórnar Félags brjóstagjafaráðgjafa. Stjórn félagsins fundaði um málið eftir að fjallað var um „barnabann“ í ákveðnum tímum í Háskólanum á Akureyri á Vísi fyrr í mánuðinum. Hún segir að rétturinn ætti að vera skýr en að félagið hafi iðulega rekið sig á það að hann sé það ekki. „Við hreykjum okkur af því að hér sé brjóstagjöf algeng og sýnileg en stuðningurinn við foreldra með barn á brjósti er ekki alltaf til staðar í samfélaginu. Við mættum setja okkur skýrari reglur á í skólum til dæmis. Að skólar hafi einhverja stefnu,“ segir Hallfríður. Hún segir að á vinnumarkaði séu skýrar reglur um rétt kvenna og að flestir foreldrar á vinnumarkaði fari í fæðingarorlof þegar þau eignist barn. Það hafi því ekki endilega reynt á það að búa til verklag um brjóstagjöf eða mjólkun á vinnustað eða á vinnutíma. Það sama gildi ekki endilega um fólk í námi. „Það er vel þekkt að nemar halda námi áfram. Bæði vegna þess að þeir vilja klára námið sitt og vegna þess að fæðingarstyrkur sem nemar fá er mjög lágur og því betra að halda námi áfram á lánum. Þarna erum við því bæði farin að ræða stuðning við brjóstagjöf en líka almennt við foreldra í námi,“ segir Hallfríður. Háskólar eins og Háskólinn á Akureyri gefa sig út fyrir sveigjanleika og möguleika á fjarnámi. Það kom skýrt fram í frásögn Sylvíu Guðmundsdóttur, sem sagði frá barnabanninu, að það hefði hentað henni vel. Skólasystur hennar hefðu margar eignast börn á meðan skólagöngunni stóð og einhverjar mætt með börnin í tíma. „Við þekkjum mörg dæmi þess að til dæmis nemar í hjúkrunarverknámi séu að fá börnin til sín og bregði sér af deild til að gefa barninu og vel tekið í það að við best vitum,“ segir Hallfríður en í viðtali við kennslustjóra Háskóla Íslands kom fram að ekkert barnabann sé í skólanum og að reynt sé að vinna með nemendum ef eitthvað slíkt kemur upp. Málamiðlun nauðsynleg Hallfríður segir það skoðun stjórnar félagsins að það þurfi það sama að gilda fyrir alla en á sama tíma þurfi konur sveigjanleika. Hún segir HA reyna að málamiðla með móðurinni í þessu tilfelli með því að gefa henni færi á að fara úr tíma til að gefa brjóst en að þeirra mati hefði verið betra að málamiðla í hina áttina. „Að sjálfsögðu ætti að vera hægt að vinna í kringum þetta og okkar málamiðlunarlausn væri á hinn veginn. Að hún fengi barnið inn til að gefa, ef hún fær ekki að hafa það allan tímann.“ Hallfríður segir að í þessu samhengi verði líka að treysta mæðrum til að meta hvað sé best fyrir bæði þær og börnin sín. „Hér mætti líka nefna einstaklingsmiðaða nálgun og treysta Sylvíu til þess að meta hvort treysti sér og sínu barni í þetta og ef barnið er óvært erum við vissar um að hún bregði sér úr tíma, okkar reynsla er sú að konur gera það yfirleitt, svo sem á ráðstefnum og á öðrum viðburðum sem við höfum verið á og þekkjum til.“ Hallfríður segir mikinn ávinning af því að hafa barn á brjósti fyrstu mánuði þess, bæði fyrir næringu en líka til að verja þau fyrir ýmsum sýkingum. „Þó ekki sé mælt með að vera með ungbörn í fjölmenni þegar umgangspestir eru að þá við þessar aðstæður er barnið eflaust ofan í vagni i eða í fangi og því ekki margir ókunnugir að meðhöndla það. Móðirin getur líka passað uppá að fólk sé ekki ofan í því. Börn á brjósti eru betur varin fyrir sýkingum þar sem móðirin myndar í raun mótefni við umhverfi barnsins og ef móðirin veikist þá fer móðir að mynda mótefni þannig að barnið fær ,,lækninguna“ áður en það veikist eða fær mildari útgáfu af veikindunum,“ segir hún og að þannig séu barn og móðir „eitt“ á þessum tíma. Verði að treysta mæðrum „Mamman er eiginlega ónæmiskerfi barnsins. Aftur komum við að því að við treystum móðurinni til þess að meta hvað hún treystir sér og sínu barni og hvað hún velur fyrir þau,“ segir Hallfríður. Hún segir þó eitt hafa komið fram í viðtalinu við Sylvíu, móðurina sem ekki mátti gefa brjóst í tíma, sem félagið hafi þótt skrítið. Það séu skilaboð til kvenna í samfélaginu um að það sé gott að eignast barn á meðan þær séu í námi. „Okkur finnst skrýtið að konur fái þessi skilaboð. Það er ekki okkar reynsla þar sem fyrstu vikurnar og mánuðirnir í brjóstagjöf eru oft krefjandi og lítið um svefn og þá er lagður grunnur að tengslamyndun þar sem heilaþroskinn er mikilvægastur þarna,“ segir Hallfríður. Hún tekur samt skýrt fram að auðvitað sé þetta einstaklingsbundið og konur mismunandi og börn þeirra líka. „Sum sofa og drekka og eru vær þess á milli. Konur með óvær börn myndu því eflaust draga sig úr námi. Okkur fannst skilaboðin bara ekki rétt en þá komum við aftur af því að kannski er fjárhagslega betra fyrir konur sem eru einar í þessu ferli að vera í skóla í fjarnámi en í fæðingaroflofi. Og þannig er svo er öll þessi umræða svolítið feminísk. Við samt virðum alltaf það sem konan vill en það ætti aldrei að bitna á brjóstagjöfinni. Við ættum að byggja upp samfélag, skóla og vinnustaði sem styðja við konur í brjóstagjöf en vinnur ekki gegn þeim. Valið er þeirra og við ættum alltaf að styðja þær eins og mögulegt er miðað við aðstæður,“ segir Hallfríður að lokum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Háskólar Akureyri Matur Tengdar fréttir Konur oft ekki nægilega vel undirbúnar fyrir brjóstagjöfina Fimm brjóstagjafaráðgjafar vilja gefa út handbók um brjóstagjöf. Þær segja misvísandi upplýsingar víða og foreldra oft ekki nægilega vel undirbúna fyrir verkefnið eftir fæðingu. Þær vilja auka tíðni brjóstagjafar og að konur séu studdar betur í það verkefni. 8. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Konur oft ekki nægilega vel undirbúnar fyrir brjóstagjöfina Fimm brjóstagjafaráðgjafar vilja gefa út handbók um brjóstagjöf. Þær segja misvísandi upplýsingar víða og foreldra oft ekki nægilega vel undirbúna fyrir verkefnið eftir fæðingu. Þær vilja auka tíðni brjóstagjafar og að konur séu studdar betur í það verkefni. 8. nóvember 2023 08:00