Ekkert barnabann í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 13. janúar 2024 16:00 Kristinn Andersen hjá HÍ segir að skólinn reyni eftir bestu getu að koma til móts við fólk. Sama hvort það varðar börn þeirra eða einhver sérstök úrræði sem þau þurfa til að sinna námi sínu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira