Lenti á Mars í síðasta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. janúar 2024 23:32 Hér má sjá mynd af marsþyrlunni takast á loft. Hún gerir það aldrei framar. AP Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna. Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna.
Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira