Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 14:29 George Elokobi fagnar með liðinu að leik loknum. X / Emirates FA CUP Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. Maidstone sló League One liðið Stevenage úr leik í síðustu umferð, sem þótti ótrúlegur árangur. Fáir bjuggust við sigri gegn Ipswich, sem situr í 2. sæti Championship deildarinnar, næstefstu deild Englands. Lamar Reynolds skoraði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu með vippu yfir markvörð Ipswich. Þetta var fyrsta mark Reynolds fyrir félagið. Klippa: Ótrúleg mörk er sjöttu deildarliðið flaug áfram Jeremy Sarmiento jafnaði metin fyrir heimamenn snemma í fyrri hálfleik en Sam Corne skoraði sigurmark leiksins fyrir Maidstone á 66. mínútu eftir góðan undirbúning fyrri markaskorarans Lamar Reynolds. Ipswich komst hársbreidd frá því að jafna leikinn og tryggja endurtekningu í uppbótartíma, en boltinn vildi ekki í netið og Maidstone hampaði sigri. George Elokobi þjálfar Maidstone. Elokobi spilaði með Wolves um árabil frá 2008–14 við góðan orðstír. Hann átti sér stóran aðdáendahóp á Íslandi sem haldið var uppi af Hjörvari Hafliðasyni og Guðmundi Benediktssyni, þáttastjórnendum Sunnudagsmessunar, umfjöllunarþætti um ensku úrvalsdeildina. Ekki kallaður Bikarkobi fyrir ekki neitt. https://t.co/EFn6O1X8j7 pic.twitter.com/uhv0qzAdkf— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) January 6, 2024 Eins og áður segir er Maidstone komið áfram í fjórðu umferð eða 32-liða úrslit FA bikarsins. Bournemouth og Manchester City hafa einnig tryggt sér sæti. Dregið verður seinni part dags á morgun og þá mun næsti andstæðingur Maidstone liggja fyrir. Mörkin má sjá í spilaranum að ofan í lýsingu Kristins Kjærnested af Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England. 7. janúar 2024 10:02 Elokobi sendi Messunni gjöf: Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 16:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Maidstone sló League One liðið Stevenage úr leik í síðustu umferð, sem þótti ótrúlegur árangur. Fáir bjuggust við sigri gegn Ipswich, sem situr í 2. sæti Championship deildarinnar, næstefstu deild Englands. Lamar Reynolds skoraði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu með vippu yfir markvörð Ipswich. Þetta var fyrsta mark Reynolds fyrir félagið. Klippa: Ótrúleg mörk er sjöttu deildarliðið flaug áfram Jeremy Sarmiento jafnaði metin fyrir heimamenn snemma í fyrri hálfleik en Sam Corne skoraði sigurmark leiksins fyrir Maidstone á 66. mínútu eftir góðan undirbúning fyrri markaskorarans Lamar Reynolds. Ipswich komst hársbreidd frá því að jafna leikinn og tryggja endurtekningu í uppbótartíma, en boltinn vildi ekki í netið og Maidstone hampaði sigri. George Elokobi þjálfar Maidstone. Elokobi spilaði með Wolves um árabil frá 2008–14 við góðan orðstír. Hann átti sér stóran aðdáendahóp á Íslandi sem haldið var uppi af Hjörvari Hafliðasyni og Guðmundi Benediktssyni, þáttastjórnendum Sunnudagsmessunar, umfjöllunarþætti um ensku úrvalsdeildina. Ekki kallaður Bikarkobi fyrir ekki neitt. https://t.co/EFn6O1X8j7 pic.twitter.com/uhv0qzAdkf— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) January 6, 2024 Eins og áður segir er Maidstone komið áfram í fjórðu umferð eða 32-liða úrslit FA bikarsins. Bournemouth og Manchester City hafa einnig tryggt sér sæti. Dregið verður seinni part dags á morgun og þá mun næsti andstæðingur Maidstone liggja fyrir. Mörkin má sjá í spilaranum að ofan í lýsingu Kristins Kjærnested af Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England. 7. janúar 2024 10:02 Elokobi sendi Messunni gjöf: Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 16:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England. 7. janúar 2024 10:02
Elokobi sendi Messunni gjöf: Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 16:00