Hrósar Hákoni í hástert: „Markvörður með allan pakkann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 23:31 Sænski knattspyrnusérfræðingurinn Adam Fröberg er hrifinn af því sem hann hefur séð frá Hákoni Rafni Valdimarssyni sem í dag skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Adam Fröberg, blaðamaður hjá sænska miðlinum Fotbollskanalen, segir í viðtali við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford að Hákon Rafn Valdimarsson sé „markvörður með allan pakkann.“ Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira