Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 21:55 Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson eru lykilmenn hjá Sjálfstæðisflokknum, saman í ríkisstjórn en ólíka sýn á framtíð flokksins. Vísir/Vilhelm Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór háðu harða baráttu í kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2022. Bjarni hlaut 59 prósent atkvæða á landsfundi flokksins en Guðlaugur Þór 40 prósent. Síðan er liðið rúmt ár og styttist í landsfund. Enn takast armar Guðlaugs og Bjarna á um ítökin innan flokksins. Smalað á kjörstað Kosningu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til miðstjórnar fór fram í gær og í dag. Fjórir voru í framboði. Annars vegar þeir Janus Arn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Báðir hafa verið afar virkir í flokknum um árabil og stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Janus og Steinar Ingi eru komnir með sæti í miðstjórn sem fulltrúar Reykjavíkurkjördæmis.XD Hins vegar buðu sig fram Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta hjá Kviku banka. Bæði hafa verið virk í starfi flokksins í lengri tíma og tilheyra stuðningsmönnum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Elsa og Magnús Þór hverfa úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kjörsóknin var afar góð og mögulega til marks um að styttist í landsfund. Alls mættu 352 til að kjósa í Valhöll í Reykjavík. Aðeins þeir sem eru í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mega kjósa. Má telja fullvíst að mörg símtöl stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs hafi átt sér stað í aðdraganda kosninganna og hvatt til að kjósa. Svo fór að Janus fékk 240 atkvæði, Steinar 236 atkvæði, Elsa 117 atkvæði og Magnús 109 atkvæði. Merkja átti við tvo af fjórum á atkvæðaseðlinum og er til marks um skiptinguna milli stuðningsmanna Bjarna annars vegar og Guðlaugs Þórs hins vegar að þeir sem kusu Janus virðast nánast allir hafa kosið Steinar líka. Þeir sem kusu Elsu virðast sömuleiðis svo til allir hafa kosið Magnús um leið. Miðstjórn áhrifamikil á landsfundum Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er mjög áhrifamikil þegar kemur að ákvörðunum tengdum landsfundi. Í miðstjórn sitja meðal annars formaður, varaformaður og ritari flokksins auk formanna ungliðahreyfinga og Sjálfstæðisfélaga í kjördæmum landsins. Reykjavíkurkjördæmi átti sex fulltrúa í miðstjórn en á landsfundinum fyrir rúmu ári var samþykkt tillaga um að fækka fulltrúunum um tvo. Elsa Björk og Magnús Þór áttu sæti í miðstjórninni ásamt fjórum til viðbótar. Þau þurfa nú að víkja fyrir þeim Janusi og Steinari Inga. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 16,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og hefur aldrei mælst minna í könnunum Maskínu. Bjarni og Guðlaugur Þór ræddu sýn sína á Sjálfstæðisflokkinn í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda formannskosninga á landsfundi í nóvember 2022.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira