Innlent

Fjórir á sjúkra­húsi eftir á­rekstra

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fjöldinn allur af umferðaróhöppum hafa orðið í dag, meðal annars vegna hálku og rafmagnsleysi víða í Reykjavík í dag.
Fjöldinn allur af umferðaróhöppum hafa orðið í dag, meðal annars vegna hálku og rafmagnsleysi víða í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm

Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Erfitt hafi verið fyrir sjúkrabíla að komast um bæinn og tók þá langan tíma að komast á vettvang. Þetta virðist vera að róast núna.

Samkvæmt umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varð fjöldinn allur af umferðaróhöppum í síðdegisumferðinni og höfðu viðbragðsaðilar í nógu að snúast við að bregðast við þeim. Umferðin sé þó farin að róast núna og ekki hafi borist tilkynning í einhvern tíma.

Slökkviliðið hafi komið á vettvang fjögurra umferðarslysa og þurfti að flytja farþega úr tveimur þeirra á sjúkrahús.

Flughálka var á vegum í borginni í dag og rafmagsnleysi hafði áhrif á umferðarljós sem olli fleiri slysum.

Öll tæki borgarinnar á stofn-og tengibrautum

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að öll tæki vetrarþjónustu séu úti á stofn- og tengibrautum. Það fari hinsvegar eftir veðurspá hvenær farið verður í að hreinsa húsagötur. Það verði í síðasta lagi í fyrramálið.

Klukkan 17:00 er vandasamt fyrir tækin að komast að sökum umferðar. Segir í tilkynningunni að húsagötur hafi verið forsaltaðar í dag í Reykjavík. Hinsvegar hafi snjóað meira en gert var ráð fyrir og er glerhálka á köflum.

Þá segir að umferðarljós borgarinnar séu viðkvæmur rafeindabúnaður sem dottið hafi út vegna rafmagnsleysis í borginni í dag. Þau eigi að detta inn núna eftir að rafmagn komast aftur á.

Gerist það ekki sé það gert handvirkt. Biðlar borgin til vegfarenda að fara varlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×