Fótbolti

Mæta Ísrael í Ung­verja­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er tveimur sigrum frá því að komast á EM í sumar.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er tveimur sigrum frá því að komast á EM í sumar. vísir/hulda margrét

Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi.

Óvissa hefur ríkt hvar leikurinn myndi fara fram en hann getur ekki verið í Ísrael vegna stríðsátaka.

UEFA hefur nú staðfest að leikurinn fari fram á Szusza Ferenc Stadion í Búdapest.

Leikurinn verður 21. mars en sigurvegarinn í honum mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar.

Íslendingar eiga ekkert sérstakar minningar frá umspilsleikjum í Ungverjalandi en þeir töpuðu fyrir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×