Innlent

Rask á flugi í fyrra­málið vegna veðurs

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gul viðvörun tekur gildi klukkan fjögur í fyrramálið. 
Gul viðvörun tekur gildi klukkan fjögur í fyrramálið.  Vísir/Vilhelm

Flugi Play til Frankfurt í fyrramálið hefur verið aflýst vegna óveðurs en gul viðvörun tekur gildi í nótt. Þá hefur bæði brottförum til Evrópu og komum frá Bandaríkjunum verið seinkað.

Gul viðvörun tekur gildi á suðvesturhorninu klukkan fjögur í fyrramálið og stendur yfir til klukkan átta. Á vef Isavia kemur fram að einhverjum flugferðum, bæði brottförum og komum, hefur nú verið seinkað. 

Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play staðfestir í samtali við fréttastofu að morgunflugi til Evrópu hefur verið seinkað í fyrramálið og einni ferð, til Frankfurt, verið aflýst, vegna veðursins. Flugferð Play til Tenerife hefur verið seinkað frá klukkan níu til rúmlega tvö. Þá hefur komum frá Norður-Ameríku með Play í fyrramálið verið seinkað. 

Að sögn Birgis stafa seinkanirnar af miklum vindi sem spáð er að verði á flugvellinum en hann gerir farþegum erfitt fyrir að komast í og úr flugvélum. 

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ferðum frá Norður-Ameríku hefur verið seinkað í fyrramálið vegna veðursins. Allar vélar lendi skömmu eftir klukkan hálfsjö. Komum flugferða félagsins frá bæði Köln og Nuuk hefur þó verið aflýst.

Þá segir Ásdís að brottförum til Evrópu gæti seinkað lítillega. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×