Pallborðið í dag: Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. janúar 2024 11:01 Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru í Pallborðinu í dag. vísir/arnar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu. Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42