Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 16:03 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira