Kafa betur ofan í áföll kvenna og úrvinnslu þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 13:01 Prófessorarnir Arna Hauksdóttir og Unnur Valdimarsdóttir eru stjórnendur rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna. Mynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar. Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér. Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér.
Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00
Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16
Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31