Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Geðheilbrigði Borgarstjórn Börn og uppeldi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar