Kafa betur ofan í áföll kvenna og úrvinnslu þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 13:01 Prófessorarnir Arna Hauksdóttir og Unnur Valdimarsdóttir eru stjórnendur rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna. Mynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar. Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér. Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér.
Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00
Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16
Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31