Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 11:17 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira