Segir að margar stjörnur séu ósáttar við lífið í Sádi-Arabíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 08:01 Aymeric Laporte er ekki alls kostar ánægður með lífið í Sádi-Arabíu. getty/Yasser Bakhsh Aymeric Laporte, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, segir að margar af þeim fótboltastjörnum sem spila í landinu séu ósáttar við lífið þar. Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Laporte gekk í raðir Al-Nassr frá Manchester City síðasta haust. Hann er einn fjölmargra fótboltamanna sem hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Að sögn Laportes er lífið þar í landi þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. „Þetta er mikil breyting miðað við Evrópu en þetta snýst allt um aðlögun,“ sagði Laporte í samtali við AS á Spáni. „Þeir hafa ekkert gert þetta auðvelt fyrir okkur. Raunar eru margir leikmenn hérna óánægðir en við erum að vinna í því á hverjum degi og sjá hvort þetta lagast eitthvað, því þetta er líka nýtt fyrir þá, að vera með evrópska leikmenn sem hafa þegar átt langan feril. Kannski eru þeir ekki vanir þessu og þurfa að taka þessu meira alvarlega.“ Laporte segir að þrátt fyrir að launin í Sádi-Arabíu séu góð hugsi félög í Evrópu betur um leikmennina sína. Hann segist ekki hafa hugsað um að færa sig um set en útilokar ekkert í þeim efnum. „Nei, en sjáum til. Í augnablikinu hef ég ekki hugsað um það en ef ég er svona vonsvikinn eftir svona stuttan tíma hugsarðu hvað sé best að gera,“ sagði Laporte. „Sá tími er ekki kominn en hann gæti komið í framtíðinni ef þetta heldur svona áfram. Varðandi lífsgæði bjóst ég við einhverju öðru því hérna ertu þrjá tíma á dag í bíl.“ Hjá Al-Nassr leikur Laporte meðal annars með Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Marcelo Brozovic. Liðið er í 2. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Al-Hilal.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira