Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 06:37 Myndin er tekin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í október. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. Eftir fundinn verða kynntar aðgerðir vegna Grindavíkur. Forsætisráðherra gefur svo síðdegis munnlega skýrslu um stöðuna í Grindavík á þinginu. Önnur mál á dagskrá þingsins í dag eru háskólar, fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027. Þá er einnig óundirbúinn fyrirspurnartími. Vantraust á þingi Gera má ráð fyrir því að lögð verði fram vantrauststillaga á þingi í dag í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna ákvarðana hennar um að banna hvalveiðar með stuttum fyrirvara síðasta sumar. Inga Sæland í Flokki fólksins hefur gefið það út að hún muni leggja slíka tillögu fram. Ekki er ljóst hvernig þingmenn stjórnarflokkanna muni greiða atkvæða með slíkri tillögu en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði um helgina að þau biðu viðbragða Vinstri grænna. Þingmaður Viðreisnar sagði pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Utanríkisráðherra var einnig gagnrýndur af stjórnarandstöðu um helgina fyrir orðalag sitt um mótmæli og mótmælendur á Austurvelli. Þar hafa mótmælendur haft til í tjaldbúðum frá því fyrir áramót til að vekja athygli á því að þau bíða þess að sameinast við fjölskyldur sínar, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, en eru föst á Gasa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Eftir fundinn verða kynntar aðgerðir vegna Grindavíkur. Forsætisráðherra gefur svo síðdegis munnlega skýrslu um stöðuna í Grindavík á þinginu. Önnur mál á dagskrá þingsins í dag eru háskólar, fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027. Þá er einnig óundirbúinn fyrirspurnartími. Vantraust á þingi Gera má ráð fyrir því að lögð verði fram vantrauststillaga á þingi í dag í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna ákvarðana hennar um að banna hvalveiðar með stuttum fyrirvara síðasta sumar. Inga Sæland í Flokki fólksins hefur gefið það út að hún muni leggja slíka tillögu fram. Ekki er ljóst hvernig þingmenn stjórnarflokkanna muni greiða atkvæða með slíkri tillögu en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði um helgina að þau biðu viðbragða Vinstri grænna. Þingmaður Viðreisnar sagði pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Utanríkisráðherra var einnig gagnrýndur af stjórnarandstöðu um helgina fyrir orðalag sitt um mótmæli og mótmælendur á Austurvelli. Þar hafa mótmælendur haft til í tjaldbúðum frá því fyrir áramót til að vekja athygli á því að þau bíða þess að sameinast við fjölskyldur sínar, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, en eru föst á Gasa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ 21. janúar 2024 13:27