Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:27 Lilja Alfreðsdóttir segir það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ „Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira