Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:27 Lilja Alfreðsdóttir segir það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ „Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
„Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira