Fótbolti

Hákon Arnar skaut Lil­le á­fram í bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar í leik með Lille.
Hákon Arnar í leik með Lille. @losclive

Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins.

Racing CFF leikur í D-deild frönsku deildarkeppninnar og er þar í C-riðli en D-deildin skiptist niður í fjóra riðla sem innihalda 14 lið hver. Racing CFF er í 7. sæti C-riðils og því var búist við öruggum sigri Lille í dag. Annað átti þó eftir að koma á daginn.

Hákon Arnar hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann gekk í raðir Lille frá FC Kaupmannahöfn síðasta sumar. Hann fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliði Lille í dag en þar voru nokkur þekkt nöfn:

  • Vito Mannone - fyrrum markvörður Arsenal
  • Samuel Umtiti – fyrrum miðvörður franska landsliðsins og Barcelona
  • Jonathan David – gríðarlega eftirsóttur framherji sem kemur frá Kanada

Það var hins vegar Hákon Arnar sem skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var liðinn og reyndist það eina mark leiksins. Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 67 mínútur í dag en í hans stað kom Angel Gomes, fyrrverandi leikmaður Manchester United.

Lokatölur á Stade Walter Luzi-vellinum í Chambly 0-1 og Lille komið áfram í bikarnum.


Tengdar fréttir

Ísak skoraði í svekkjandi jafntefli

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Kristian Nökkvi skoraði í stór­sigri

Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×