Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 17:55 Kristian Nökkvi í leik dagsins. ANP/Getty Images Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti. Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti.
Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23