Enski boltinn

Ton­ey skoraði í endur­komunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ivan Toney er mættur til leiks.
Ivan Toney er mættur til leiks. Clive Rose/Getty Images

Framherjinn Ivan Toney sneri aftur í lið Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir margra mánaða fjarveru en hann var dæmdur í leikbann af ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hafði veðjað á leiki deildarinnar. Hann fagnaði endurkomunni með marki í 3-2 sigri á Nottingham Forest.

Gestirnir úr Skíriskógi komust óvænt yfir á þriðju mínútu leiksins en Toney jafnaði metin úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Athygli vakti að hann færði boltann eftir að dómarinn sneri baki í hann og gat því snúið hann auðveldlega framhjá varnarvegg gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttirnar en Ben Mee kom Brentford yfir með marki eftir hornspyrnu Mathias Jensen. Það tók gestina hins vegar aðeins sex mínútur að jafna, Chris Wood með markið eftir undirbúning Callum Hudson-Odoi.

Það var hins vegar Neal Maupay sem tryggði Brentford sigurinn með góðu skoti örskömmu síðar. Lokatölur 3-2 og Brentford er nú með 22 stig í 14. sæti á meðan Nottingham Forest er með 20 stig í 16. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×