Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 14:22 Svona lítur yfirborðið yfir MFF út. Talið er að þarna undir megi finna mikið magn af ís. ESA/DLR/FU Berlin Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00