Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Grindavík en rafmagn fór af bænum í morgun þegar stofnstrengurinn inn í bæinn gaf sig, en hann er að hluta undir hrauni.

Þá tökum við stöðuna á kjaraviðræðunum en Breiðfylkingin svokallaða hittist á fundi í morgun þar sem meðal annars átti að ræða hvort vísa skuli deilunni til Ríkissáttasemjara.

Að auki verður rætt við formann Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur samþykkt að skipa rannsóknarnefnd um aðdraganda og viðbragð í snjóðflóðinu á Súðavík.

Einnig segjum við frá óánægju meðal þeirra sem nýta sér gistiskýli borgarinnar en þeir þurfa að yfirgefa skýlið á morgnana þrátt fyrir frosthörkur. 

Í íþróttapakka dagsins verður leikurinn við Þjóðverja frá því í gærkvöldi gerður upp en íslendingar máttu þola tap þrátt fyrir góða frammistöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×