„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 00:27 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri tók við undirskriftum tónlistarfólks í dag. vísir Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira