HSÍ sendir Ölver viðvörun Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2024 12:57 Ný auglýsing Ölvers en HSÍ meinaði þeim að nota myndir af landsliðsmönnum í nýjum treyjum sínum. Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. „Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði. Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
„Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði.
Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16