Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir en svo virðist sem snuðra sé hlaupin á þráðinn hjá Breiðfylkingunni svokölluðu og SA.

Þá tökum við stöðuna á ástandi mála í Grindavík en vinnu við að koma hita á húsin í bænum var frestað í dag sökum fannfergis. Þá heyrum við í forsvarsmönnum Bláa Lónsins sem bíða nú eftir nýju hættumati fyrir svæðið.

Einnig fjöllum við um leiguverð á landinu og kynnum okkur nýja leiguvísitölu og heyrum í borgarstarfsmönnum sem hafa haft í nægu að snúast í morgun við snjóruðning. 

Í íþróttapakka dagsins er leikurinn við Þjóðverja í forgrunni en í kvöld fer fyrsti leikur í milliriðli fram í Köln fyrir framan um tuttugu þúsund áhorfendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×