Þá tökum við stöðuna á ástandi mála í Grindavík en vinnu við að koma hita á húsin í bænum var frestað í dag sökum fannfergis. Þá heyrum við í forsvarsmönnum Bláa Lónsins sem bíða nú eftir nýju hættumati fyrir svæðið.
Einnig fjöllum við um leiguverð á landinu og kynnum okkur nýja leiguvísitölu og heyrum í borgarstarfsmönnum sem hafa haft í nægu að snúast í morgun við snjóruðning.
Í íþróttapakka dagsins er leikurinn við Þjóðverja í forgrunni en í kvöld fer fyrsti leikur í milliriðli fram í Köln fyrir framan um tuttugu þúsund áhorfendur.