Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 08:45 Hilmar Gunnarsson ræddi íbúafund Grindvíkinga í gær í Bítinu í morgun. Hann tekur undir hugmyndir þingmanna Sjálfstæðisflokks um að ríkið kaupi Grindvíkinga út. Vísir/Steingrímur Dúi og Sigurjón Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. Íbúafundurinn hófst í Laugardalshöll klukkan 17 og stóð í hálfan þriðja tíma. Þar kröfðust íbúar Grindavíkur aðgerða og sumir lýstu því yfir að íbúar yrðu leystir úr erfiðri stöðu með því að vera keyptir út úr fasteignum sínum. Hilmar sagði að í stað þess að spurningum hefði verið svarað á fundinum hefðu margar nýjar spurningar vaknað. „Eins og með skólamálin eða leigustyrkinn,“ segir Hilmar en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist ánægður að ríkisstjórnin ætli að fara sömu leið með lífeyrissjóðslán og bankalán íbúða. Þá sitji allir jafnir sem séu með íbúðalán og að fyrir þau sem séu með lífeyrissjóðslán, eins og hann sjálfur, sé það mikill léttir. Ólíkt bönkunum hafa lífeyrissjóðir ekki fallist á að setja íbúðalán Grindvíkinga á ís. Hilmar sagðist ekki hafa heyrt neitt annað nýtt á fundinum og telur að stjórnmálafólkið hefði getað komið betur undirbúið á fundinn. Katrín Jakobsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsdóttir voru fulltrúar ríkisstjórnarinnar á fundinum sem var vel sóttur. „Þetta er auðvitað ný atburðarás, þetta gerðist bara á sunnudaginn. En samt sem áður erum við búin að hafa, við fórum í rýmingu 10. nóvember. Við erum búin að hafa rúmlega tvo mánuði,“ sagði Hilmar. Galið að greiða förgunarkostnað Hvað varðar Náttúruhamfaratryggingasjóð sagði hann ljóst að það þyrfti að breyta reglum sjóðsins. Það væri ekki sanngjarnt að fólk þyrfti að greiða átta til tólf prósent í förgunarkostnað. „Það kemur ekki til greina. Það er galið,“ sagði Hilmar og að hann sæi ekki fyrir sér að geta tekið pening út úr sínu húsi til að kaupa eða byggja nýtt miðað við stöðuna í dag. Hann tók undir hugmyndir þingmanna Sjálfstæðisflokksins Vilhjálms Árnasonar og Óla Björns Kárasonar um að ríkið kaupi Grindvíkinga út og eigi svo við Náttúruhamfaratryggingasjóð, í stað íbúa. „Ég held að það sé góð lausn fyrir marga og maður heyrði það eftir fundinn sérstaklega að það er það sem fólk vill sérstaklega núna. Eftir þennan viðburð á sunnudaginn. Það vill bara komast í burtu.“ Hann sagði það ömurlega tilfinningu að vita að mögulega verði ekki hægt að búa í bænum næstu ár eða mánuði. „Óvissan er algjör og það er ekkert hægt að ímynda sér þetta. Maður sefur varla. Ég veit ekki einu sinni hvar maður á eftir að búa.“ Sárast að missa samfélagið Spurður um hugmyndir um að byggja ný heimili á lóð í Reykjanesbæ tók Hilmir vel í það en sagðist ekki endilega eiga efni á því að byggja sjálfur. Hann sagði dóttur sína í skóla þar og að honum litist vel á að þar yrði gerð byggð fyrir Grindvíkinga. „Það er samfélagið og það er það sem er sárast að missa.“ Hvað varðar skólamálin sagði hann að Grindvíkingum vantaði skýrari svör. Börnin væru í fjórum safnskólum og dreifð. Eins með leigutorgið. Það væri illa skipulagt og virkaði ekki nægilega vel. Hann tók undir orð Bryndísar Guðlaugsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa í Grindavík á íbúafundinum í gær um að hafa hugsað um það að betra væri að húsið færi undir hraun. Sérstaklega hvað varðar skilyrði Náttúruhamfaratryggingasjóðs. Þá væri enginn vafi á því að það ætti að bæta það. „Maður er svo hræddur núna um að maður þurfi núna að fara að taka einhvern slag við Náttúruhamfarasjóð,“ sagði Hilmar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. 16. janúar 2024 21:27 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Grindavík ofarlega í huga Íslendinga á EM í handbolta Grindavík er greinilega ofarlega í huga íslenska stuðningsfólksins sem nú er statt á leik Íslands og Ungverjalands á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 19:42 Bæjarstjórinn gengur út frá því að áfram verði búið í Grindavík Bæjarstjórinn í Grindavík segir að þrátt fyrir miklar skemmdir í bænum gangi hann út frá því að áfram verði búið í Grindavík í framtíðinni. Ákveðin svæði verði hins vegar ekki áfram í byggð. 16. janúar 2024 19:21 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Íbúafundurinn hófst í Laugardalshöll klukkan 17 og stóð í hálfan þriðja tíma. Þar kröfðust íbúar Grindavíkur aðgerða og sumir lýstu því yfir að íbúar yrðu leystir úr erfiðri stöðu með því að vera keyptir út úr fasteignum sínum. Hilmar sagði að í stað þess að spurningum hefði verið svarað á fundinum hefðu margar nýjar spurningar vaknað. „Eins og með skólamálin eða leigustyrkinn,“ segir Hilmar en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist ánægður að ríkisstjórnin ætli að fara sömu leið með lífeyrissjóðslán og bankalán íbúða. Þá sitji allir jafnir sem séu með íbúðalán og að fyrir þau sem séu með lífeyrissjóðslán, eins og hann sjálfur, sé það mikill léttir. Ólíkt bönkunum hafa lífeyrissjóðir ekki fallist á að setja íbúðalán Grindvíkinga á ís. Hilmar sagðist ekki hafa heyrt neitt annað nýtt á fundinum og telur að stjórnmálafólkið hefði getað komið betur undirbúið á fundinn. Katrín Jakobsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsdóttir voru fulltrúar ríkisstjórnarinnar á fundinum sem var vel sóttur. „Þetta er auðvitað ný atburðarás, þetta gerðist bara á sunnudaginn. En samt sem áður erum við búin að hafa, við fórum í rýmingu 10. nóvember. Við erum búin að hafa rúmlega tvo mánuði,“ sagði Hilmar. Galið að greiða förgunarkostnað Hvað varðar Náttúruhamfaratryggingasjóð sagði hann ljóst að það þyrfti að breyta reglum sjóðsins. Það væri ekki sanngjarnt að fólk þyrfti að greiða átta til tólf prósent í förgunarkostnað. „Það kemur ekki til greina. Það er galið,“ sagði Hilmar og að hann sæi ekki fyrir sér að geta tekið pening út úr sínu húsi til að kaupa eða byggja nýtt miðað við stöðuna í dag. Hann tók undir hugmyndir þingmanna Sjálfstæðisflokksins Vilhjálms Árnasonar og Óla Björns Kárasonar um að ríkið kaupi Grindvíkinga út og eigi svo við Náttúruhamfaratryggingasjóð, í stað íbúa. „Ég held að það sé góð lausn fyrir marga og maður heyrði það eftir fundinn sérstaklega að það er það sem fólk vill sérstaklega núna. Eftir þennan viðburð á sunnudaginn. Það vill bara komast í burtu.“ Hann sagði það ömurlega tilfinningu að vita að mögulega verði ekki hægt að búa í bænum næstu ár eða mánuði. „Óvissan er algjör og það er ekkert hægt að ímynda sér þetta. Maður sefur varla. Ég veit ekki einu sinni hvar maður á eftir að búa.“ Sárast að missa samfélagið Spurður um hugmyndir um að byggja ný heimili á lóð í Reykjanesbæ tók Hilmir vel í það en sagðist ekki endilega eiga efni á því að byggja sjálfur. Hann sagði dóttur sína í skóla þar og að honum litist vel á að þar yrði gerð byggð fyrir Grindvíkinga. „Það er samfélagið og það er það sem er sárast að missa.“ Hvað varðar skólamálin sagði hann að Grindvíkingum vantaði skýrari svör. Börnin væru í fjórum safnskólum og dreifð. Eins með leigutorgið. Það væri illa skipulagt og virkaði ekki nægilega vel. Hann tók undir orð Bryndísar Guðlaugsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa í Grindavík á íbúafundinum í gær um að hafa hugsað um það að betra væri að húsið færi undir hraun. Sérstaklega hvað varðar skilyrði Náttúruhamfaratryggingasjóðs. Þá væri enginn vafi á því að það ætti að bæta það. „Maður er svo hræddur núna um að maður þurfi núna að fara að taka einhvern slag við Náttúruhamfarasjóð,“ sagði Hilmar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. 16. janúar 2024 21:27 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Grindavík ofarlega í huga Íslendinga á EM í handbolta Grindavík er greinilega ofarlega í huga íslenska stuðningsfólksins sem nú er statt á leik Íslands og Ungverjalands á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 19:42 Bæjarstjórinn gengur út frá því að áfram verði búið í Grindavík Bæjarstjórinn í Grindavík segir að þrátt fyrir miklar skemmdir í bænum gangi hann út frá því að áfram verði búið í Grindavík í framtíðinni. Ákveðin svæði verði hins vegar ekki áfram í byggð. 16. janúar 2024 19:21 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47
Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. 16. janúar 2024 21:27
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Grindavík ofarlega í huga Íslendinga á EM í handbolta Grindavík er greinilega ofarlega í huga íslenska stuðningsfólksins sem nú er statt á leik Íslands og Ungverjalands á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 19:42
Bæjarstjórinn gengur út frá því að áfram verði búið í Grindavík Bæjarstjórinn í Grindavík segir að þrátt fyrir miklar skemmdir í bænum gangi hann út frá því að áfram verði búið í Grindavík í framtíðinni. Ákveðin svæði verði hins vegar ekki áfram í byggð. 16. janúar 2024 19:21