Fótbolti

Telja Gylfa Þór vera að í­huga að leggja skóna á hilluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Lyngby síðasta haust eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Lyngby síðasta haust eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum Getty Images/Lars Ronbog

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Lyngby í Danmörku, íhugar nú að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Frá þessu greinir Fótbolti.net. Þar segir að Gylfa Þór hafi gengið illa í endurkomu sinni á knattspyrnuvöllinn en hann samdi við Lyngby í ágúst á síðasta ári eftir nærri þriggja ára fjarveru. 

Hann hafði þá ekki spilað leik síðan í maí 2022 en hann var handtekinn um sumarið það ár vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðast­liðnum lýsti lög­reglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunar­­gögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum sak­­sóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.

Gylfi Þór varð markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins þegar hann skoraði tvívegis gegn Liechtenstein í október síðastliðnum. Alls hefur hann spilað 80 A-landsleiki.

Hann var valinn í landsliðshópinn sem er nú staddur í Bandaríkjunum en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Nú virðist sem skórnir gætu verið á leið upp í hillu þar sem




Fleiri fréttir

Sjá meira


×