Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 11:08 Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp, þar sem björgunarsveitamenn í Grindavík hafa ekki gætt fyllsta öryggis. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“ Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“
Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira