Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 11:08 Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp, þar sem björgunarsveitamenn í Grindavík hafa ekki gætt fyllsta öryggis. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“ Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Myndband af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Maðurinn var á gangi eftir malbikuðum stíg þar sem ekki var sjáanleg sprunga, en skyndilega gaf jörðin sig. Myndbandið má sjá hér að neðan. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að sér hafi brugðið verulega þegar hann sá myndbandið. „Þetta sýnir okkur svart á hvítu að björgunarsveitarfólk verður að gæta að fyllsta öryggis í hvívetna inni á skilgreinda hættusvæðinu. Það er ljóst að það var ekki gert í þessum tilvikum og það þykir okkur afar miður.“ Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem var á vettvangi segir einu tilmælin hafa verið að fara ekki úr augsýn björgunarsveitafólks og ganga ekki á grasi. Björgunarsveitafólk á vettvangi hafi gætt fyllsta öryggis viðstaddra. Engar afsakanir fyrir því að fylgja ekki öryggiskröfum Auk þessa hafa myndir af björgunarsveitarmönnum í Grindavík þar sem þeir standa mjög nálægt sprungum án nokkurs öryggisbúnaðar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Spurningar hafa vaknað um hvort öryggi þeirra sé fyllilega tryggt. Strangar vinnureglur gilda um útköll eða æfingar björgunarsveitamanna á jöklum, sem kveða á um að þeir þurfi að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Margir hafa furðað sig á að það sama gildi ekki um björgunarsveitamenn að störfum í Grindavík.Vegagerðin Jón Þór segir atvikin hafa orðið til þess að öryggisráðstafanir hafi verið ítrekaðar við björgunarsveitafólk. „Við getum aldrei slegið af öryggiskröfum í aðstæðum sem þessum og höfum ítrekað við okkar fólk sem þarna eru að störfum, að fylgja öllum öryggisreglum til hins ítrasta. Það verður bara að segjast að það var ekki gert í þessum tilvikum. Fyrir því eru engar afsakanir.“ Aðspurður um hvort öryggisráðstafanir björgunarsveitamanna hafi verið endurskoðaðar segir Jón Þór svo ekki vera. „Nei, þær hafa ekki verið endurskoðaðar og ekki þörf á því, en brýnt fyrir öllum að fylgja þeim til hins ítrasta. Það var ekki raunin í þessum tilvikum.“
Grindavík Öryggis- og varnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slysavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira