Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 09:01 Þrjú hús í Grindavík urðu hrauninu að bráð. Vísir/Arnar Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Eldgosið hófst rétt norðan við Grindavík klukkan 7:57 á sunnudagsmorgun. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar á Facebook að eldgosinu hafi lokið í nótt og því lifað einungis í rúmlega 41 klukkustund. Nefna ber að goslokum hefur ekki verið formlega lýst yfir. „Við bíðum enn mælinga um stærð og rúmmál hraunsins, en nokkuð auðvelt er að fullyrða að gosið hafi verið það minnsta af þeim fimm eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaganum frá 2021. Þrátt fyrir smæðina var þetta alvarlegasta eldgos hér á landi frá Heimaeyjagosinu 1973, sökum staðsetningar rétt við Grindavík og skemmdanna sem það olli,“ segir í færslu hópsins sem birt var fyrir um klukkustund. „Sé spáð í framhaldið þykir ljóst að atburðarrásinni er hvergi nærri lokið. Um miðjan dag í gær mældist áfram gliðnun inni í Grindavík yfir kvikuinnskotinu sem olli eldgosinu. Var það til marks um að ekki væri algjört jafnvægi komið á jarðskorpuna í kringum innskotið og að opnun nýrra gosopa sé ekki útilokuð.“ Hópurinn segir að sama skapi engan bug að finna á landrisi á kvikusöfnunarsvæðinu norður við Svartsengi og Eldvörp. Kvika hafi safnast þar saman sleitulaust síðan um miðjan október og nú valdið þremur kvikuinnskotum, sem leiddu til tveggja skammlífra eldgosa. „Skýr merki eru um áframhaldandi landris á GPS mælum á svæðinu í kring um Svartsengi. Ekkert sig mældist í Svartsengi samhliða innskotinu sem olli eldgosinu, sem er óvenjulegt og þarfnast skoðunar.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39 Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. 16. janúar 2024 05:39
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02