Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 05:39 Engin kvika hefur sést koma upp úr gossprungunum norðan Grindavíkur síðan rétt eftir klukkan eitt í nótt. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær og má þarna sjá örlitla kviku gægjast undan storknuðu hrauni. Vísir/Arnar Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. „Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02
Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56