Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 05:39 Engin kvika hefur sést koma upp úr gossprungunum norðan Grindavíkur síðan rétt eftir klukkan eitt í nótt. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær og má þarna sjá örlitla kviku gægjast undan storknuðu hrauni. Vísir/Arnar Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. „Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02
Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56