Erlent

Trump vann stór­sigur í Iowa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump á leið á sviðið á kosningavökunni í Des Moines í Iowa í nótt.
Trump á leið á sviðið á kosningavökunni í Des Moines í Iowa í nótt. AP Photo/Andrew Harnik

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt.

 Trump fékk rúman helming atkvæða eða 51,1 prósent og þar á eftir kemur Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída með rúm tuttugu prósent. Skammt á eftir honum, með nítján prósent kemur síðan Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi úrslit festa Trump í sessi sem langlíklegastan til að hreppa útnefningu Repúblikana í komandi kosningum.

Sigur Trump er einnig markverður í ljósi þess að hann tapaði forkosningunum í Iowa árið 2016. Hann nýtur einnig stuðnings í öllu ríkinu því hann vann í níutíu og átta sýslum ríkisins og Nikki Haley hafði sigur í einni, en þó með aðeins eins atkvæðis mun.

Trump var á rólegu nótunum í sigurræðu sinni í nótt þar sem hann biðlaði til Bandaríkjamanna um að fylkja sér nú á bak við framboðið til að sigra Joe Biden sitjandi forseta.


Tengdar fréttir

Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa

Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn.

Trump talinn lang­vin­sælastur í Iowa

Fyrstu skref Repúblikanaflokksins í átt að forsetakosningunum í haust verða gengin í dag. Meðlimir flokksins í Iowa-ríki velja þá hvaða frambjóðanda þeir vilja sjá sem fulltrúa þeirra í haust. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×