Håland og Messi jafnir að stigum en Messi stóð uppi sem sigurvegari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 07:01 Messi elskar að vinna til verðlauna. Andy Lyons/Getty Images Í gærkvöld fór verðlaunahátíð FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fram í Lundúnum. Var besta knattspyrnufólk ársins 2023 heiðrað. Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið. Fótbolti FIFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið.
Fótbolti FIFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira