Rætt verður við forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en ríkisstjórnin hittist í morgun til að ræða viðbrögð við hamförunum og næstu skref í úrræðum fyrir Grindvíkinga.
Þá verður rætt við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing um stöðuna á jarðhræringunum.
Einnig verðum við á gosstöðvunum þar sem fréttamaður okkar tekur viðbragðsaðila tali.
Í íþróttapakka dagsins verður fókusinn á handboltalandsliðinu okkar sem vann torsóttan sigur á liði Svartfellinga í gærkvöldi. Framundan er síðan úrslitaleikur við Ungverja um að komast í milliriðil.