Innlent

Svona var upplýsingafundur al­manna­varna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Katrín fór með ávarp á fundinum.
Katrín fór með ávarp á fundinum. Vísir/Steingrímur Dúi

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér.

Í tilkynningu um fundinn kemur fram að samhæfingarstöð almannavarna hafi verið virkjuð vegna yfirvofandi eldgoss nærri Grindavík sem hófst svo skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna mun stýra fundinum og á honum verður farið yfir atburði dagsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á fundinum ásamt fulltrúa frá Veðurstofu Íslands.

Uppfært klukkan 19:24

Fundinum er lokið en upptöku má sjá hér að neðan. Þá er áfram fylgst grannt með gangi mála í vaktinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×