Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 17:09 Hrannar segir atburði dagsins súrealíska. Framtíðarheimili fjölskyldunnar eru nú rústir einar. Vísir/Sigurjón Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira