Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 17:09 Hrannar segir atburði dagsins súrealíska. Framtíðarheimili fjölskyldunnar eru nú rústir einar. Vísir/Sigurjón Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Hrannar Jón Emilsson hefur undanfarin ár unnið hörðum höndum að því að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í nýjasta hverfinu í Grindavík, hópshverfinu. Á meðan húsið var í byggingu bjó fjölskyldan í leiguíbúð á Víkurbraut, í húsi sem gjöreyðilagðist í jarðhræringunum þann 10. nóvember. Nýja húsið sem stóð við Efrahóp 19 var nánast tilbúið. Það reyndist verða fyrsta húsið í Grindavík sem varð glóandi hrauni að bráð í dag. Hús Hrannars varð það fyrsta til að verða hrauninu að bráð í dag.Vísir „Ég ætlaði að flytja inn í þetta hús, sem ég var að horfa á fuðra upp núna í beinni útsendingu,“ segir Hrannar þegar fréttamaður ræddi við hann skömmu eftir að hraunflæðið náði að húsinu. Horfði á húsið brenna og skellti upp úr Hann segir erfitt að koma tilfinningum sínum í orð á þessari stundu. „Maður situr og horfir á allt fara í fréttatímanum hér áðan. Allt að fuðra upp fyrir framan mann. Svo byrjar lag, sem maður eiginlega skellti upp úr þegar kom, lagið I‘m sorry. Þetta lag, þegar maður horfir á húsið sitt fuðra upp, maður bara skellir upp úr. Maður veit ekkert hvernig manni á að láta sér líða, brosa, hlæja, gráta, maður veit það eiginlega ekki.“ Eftir atburðina í nóvember taldi Hrannar húsið vera á einum öruggasta staðnum í Grindavík. „Það virtust ekki koma jarðskjálftar eða neitt inni í þessu húsi. Það höfðu ekki færst til skrúfur eða neitt, það stóð allt algjörlega ósnert. Þannig það var eins og hefði ekki verið neinn atburður þarna.“ Ætlaði að vera kominn inn fyrir vor Fjölskyldan hefur dvalið í lítilli leiguíbúð í Garðabæ frá því skömmu fyrir jól en stefnan var tekin á að flytja inn í nýja húsið um leið og aðstæður leyfðu. „Ég setti rafvirkjana bara af stað í síðustu viku, ætlaði að fara græja mig inn fyrir vorið. Þannig þetta breytist hratt.“ Hrannar er útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. Aðspurður um hvaða áhrif atburðirnir munu koma til með að hafa á starfsemi fyrirtækisins segir hann Þorbjarnarmenn vera „mjög mikla Grindvíkinga.“ „Öll stefnan er enn svosem bara heim, en við verðum að meta nýjar aðstæður upp á nýtt og vinna úr þeim.“ Rætt verður við Hrannar í kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem verður í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira