Innlent

Vaktin: „Ég er að horfa á húsið mitt brenna“

Kristín Ólafsdóttir, Árni Sæberg, Margrét Björk Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Rafn Ágúst Ragnarsson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa
Nýja sprungan séð úr vefmyndavél. Hraunið úr fyrri sprungunni færist hægt meðfram varnarveggnum.
Nýja sprungan séð úr vefmyndavél. Hraunið úr fyrri sprungunni færist hægt meðfram varnarveggnum.

Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum.

  • Gosið hófst fyrir norðan varnargarð sem byrjað var að reisa norðan Grindavíkur. Ný sprunga opnaðist norðan bæjarjaðarsins um kl 12:10 og náði hraun til bæjarins á öðrum tímanum.

  • Almannavarnastig hefur verið hækkað í neyðarstig og bæjarstjóri segir stöðuna hræðilega.

  • Talið er að fleiri sprungur gætu opnast í Grindavík.

Að neðan má sjá beina útsendingu frá gosstöðvunum á Stöð 2 Vísi.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×