Innlent

Flogið yfir gos­stöðvarnar

Árni Sæberg skrifar
Eldgosið var tilkomumikið í ljósaskiptunum.
Eldgosið var tilkomumikið í ljósaskiptunum. Sveinbjörn Darri Matthíasson

Ný myndskeið sem tekin eru með dróna sýna skýrt hversu nálægt Grindavíkurbæ gossprungan, sem opnaðist í morgun, er.

Björn Steinbekk drónaflugmaður skellti sér að gosstöðvunum við Sundhnúk með drónann meðferðis. Myndefni Björns má sjá í spilaranum hér að neðan:

Syðsti hluti gossprungunnar er mjög nálægt byggð í Grindavík, innan varnargarða og hraun hefur runnið í um 400 metra fjarlægð frá nálægustu húsum í bænum.

Þá umlykja hrauntungur gróðurhús Orf-líftækni í Svartsengi. Það sést glögglega á á ljósmyndum sem Sveinbjörn Darri Matthíasson tók úr flugvél þegar hann flaug yfir gosið í morgun.

Gróðurhúsið er hægra megin á myndinni.Sveinbjörn Darri Matthíasson

Hraunið er nálægt Grindavíkurbæ.Sveinbjörn Darri Matthíasson

Hraun gæti náð að húsum í Grindavík í dag.Sveinbjörn Darri Matthíasson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×