Innlent

Hefur ekki á­hrif á starf­semi Kefla­víkur­flug­vallar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Vísir/Arnar

Eldgosið norðan Grindavíkur, sem hófst skömmu fyrir klukkan átta í morgun, hefur ekki haft áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar eða áætlun innanlandsflugs.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi.

Hann segir að í tilvikum sem þessum, þegar gos hefst, sé afmarkaður ákveðinn stór hringur í kringum eldstöðina, þar sem flug er bannað, á meðan Veðurstofan og fleiri vinna að gerð öskuspár.

Það hafi þó einungis varað í skamma stund.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá gosstöðvunum

Eldgos hófst rétt norðan Grindavíkur klukkan 07:57 í morgun. Í fréttinni má sjá gosstöðvarnar í beinni útsendingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×