Hraun rennur líklega í suður í átt að bænum Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 08:15 Eldgosið er rétt norðan Grindavíkur. Þessi mynd er frá fyrra gosi, sem kom upp lengra norðaustan bæjarins. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu, sem hófst laust fyrir klukkan 08, rennur að öllum líkum í suður í átt að Grindavíkurbæ. Það kom þó upp norðan varnargarða við bæinn. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira