Hraun rennur líklega í suður í átt að bænum Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 08:15 Eldgosið er rétt norðan Grindavíkur. Þessi mynd er frá fyrra gosi, sem kom upp lengra norðaustan bæjarins. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu, sem hófst laust fyrir klukkan 08, rennur að öllum líkum í suður í átt að Grindavíkurbæ. Það kom þó upp norðan varnargarða við bæinn. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan við varnargarðana við Grindavík. Hraun renni nú í suðurátt í átt að varnargörðunum og bænum. Eldgosið hafi hafist af nokkrum krafti en of snemmt sé að segja nákvæmlega til um stærð þess. Þá segir hún að sprungan sé enn að opnast og staðsetning gossins geti því breyst. Staðan sé stöðugt vöktuð. „Það eru góðar fréttir að þetta sé norðan varnargarða.“ Staðsetningin óljós Benedikt Gunnar Ófeigsson, segir í samtali við Vísi að nákvæm staðsetning eldgossins liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sé í loftinu með vísindamenn Veðurstofunnar um borð. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og Ragar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, eru á meðal þeirra sem eru nú í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem eru á leið yfir gosstöðvarnar.Vísir/RAX Hann segir gosið líklegast vera við Sundhnúksgíg, sem er norðan við Grindavík og á vatnaskilum. Ekki liggi fyrir að svo stöddu í hvaða átt hraunið rennur en að miklar líkur séu á að það muni renna, allavega að hluta til, í suður í átt að Grindavíkurbæ. Þá segir hann að gossprungan sé enn að stækka en að svo virðist sem kraftur gossins sé töluvert minni en þegar gaus þann 18. desember í fyrra. Þá var hraunrennsli í upphafi allt að 300 rúmmetrar á sekúndu en Benedikt segir benda til þess að nú sé það nær hundrað rúmmetrum á sekúndu. Það verði þó metið betur í skoðunarfluginu. Fréttin var uppfærð klukkan 08:43, eftir að rætt var við Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira