Innlent

Ekki hægt að úti­loka að kvika komi upp innan bæjar­marka

Atli Ísleifsson skrifar
Kort sem sýnir skjálftavirkni frá kl. 02:30 til kl. 06:30. Nýjustu skjálftarnir eru rauðir.
Kort sem sýnir skjálftavirkni frá kl. 02:30 til kl. 06:30. Nýjustu skjálftarnir eru rauðir. Veðurstofan

Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að skjálftavirknin og þær breytingar sem sjást á GPS stöðvum séu sambærilegar við það sem sást í aðdraganda eldgossins 18. desember. 

„Helsti munurinn nú og þá er sá að skjálftavirknin er talsvert sunnar.

Miðað við þróun skjálftavirkninnar er ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika komi upp innan bæjarmarkanna,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Vaktin: Eldgos talið á leiðinni og Grindavík rýmd strax

Eldgos er talið yfirvofandi í grennd við Grindavík og hefur bærinn verið rýmdur. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð. Virkni hefur færst til suðurs og er ekki er talið útilokað að það muni gjósa innan bæjarmarka. 

Búið að rýma Bláa lónið

Bláa Lónið í Svartsengi rýmdi í nótt öll sín athafnarsvæði vegna jarðskjálfta sem hafa mælst við Sundhnjúkagígaröðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×